Sport

Tumenov hættur hjá UFC

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar er hér að skóla Tumenov til.
Gunnar er hér að skóla Tumenov til. vísir/getty

Síðasti andstæðingur Gunnars Nelson í UFC-bardaga, Albert Tumenov, er hættur hjá UFC og samdi við rússneskt bardagasamband.

Það heitir ACB eða Absolute Combat Berkut. ACB er á uppleið og samdi nýlega við fleiri UFC-kappa. Það er engu að síður miklu minna en UFC.

Tumenov var búinn að berjast átta sinnum fyrir UFC en var ekki ánægður með samninginn sem UFC bauð honum. Því leitaði hann á önnur mið.

Hann greindi einnig frá því að veikindi hefðu verið að hefta hann síðustu mánuði sem hefðu haft sín áhrif í síðustu bardögum. Hann tapaði síðustu tveimur bardögum sínum í UFC. Tumenov segist þó vera orðinn góður af veikindunum.

Rússinn er aðeins 25 ára gamall og náði að komast inn á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Hann var búinn að vinna fimm bardaga í röð er Gunnar slökkti á honum í Rotterdam.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira