Körfubolti

Körfuboltalið Michigan-háskólans hætt komið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hjólabúnaður vélarinnar gaf sig er vélin rann út af brautinni.
Hjólabúnaður vélarinnar gaf sig er vélin rann út af brautinni. mynd/twitter

Litlu mátti muna að illa færi í gær er hið sterka körfuboltalið Michigan-háskólans ætlaði að fljúga til Washington D.C.

Það var mjög hvasst í Michigan er flugvél liðsins ætlaði að hefja sig til flugs. Á elleftu stundu hætti flugstjórinn við, hemlaði af öllu afli en var of seinn því vélin rann út af flugbrautinni.

Hún skemmdist mikið og þá sérstaklega hjólabúnaður vélarinnar.

Allir 109 farþegarnir sluppu þó ómeiddir en lífsreynslan var líklega ekki skemmtileg.

Það verður gerð önnur tilraun til þess að fljúga til Washington í dag. Hér að neðan má sjá myndband sem einn leikmanna liðsins tók af vélinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira