Leikjavísir

EVE tilnefnt til Bafta verðlauna

Samúel Karl Ólason skrifar
Leikurinn er tilnefndur fyrir þróun.
Leikurinn er tilnefndur fyrir þróun. CCP

Leikurinn EVE Online, sem gefinn framleiddur er af íslenska fyrirtækinu CCP, hefur verið tilnefndur til Bafta verðlauna. Leikurinn er tilnefndur fyrir þróun en leikirnir Destiny: Rise of Iron, Elite Dangerous: Horizons, Final Fantasky XIV: Online, Hitman og Rocket League eru einnig tilnefndir í flokkinum.

Uncharted 4: A Thief's End er með flestar tilnefningar þetta árið, eða átta stykki.

Aðrir leikir sem standa upp úr eru Inside, Firewatch, Overcooked, Overwatch, The Witness og The Last Guardian.

Þeir leikir sem eru tilfnendir sem besti leikur ársins eru Firewatch, Inside, Overwatch, Stardew Valley, Titanfall 2 og Uncharted 4.

Hægt er að sjá allar tilnefningarnar hér á vef verðlaunahátíðarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira