Íslenski boltinn

Birnir og Ægir æfa með liðinu hans Arons

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birnir Snær og Ægir Jarl fara utan til Noregs á sunnudaginn.
Birnir Snær og Ægir Jarl fara utan til Noregs á sunnudaginn. mynd/fjölnir

Fjölnismennirnir ungu og efnilegu Birnir Snær Ingason og Ægir Jarl Jónasson halda til Tromsö næsta sunnudag þar sem þeir munu æfa með norska úrvalsdeildarliðinu í viku.

Birnir Snær, sem er 21 árs, lék 15 leiki með Fjölni í Pepsi-deildinni í fyrra og skoraði þrjú mörk.

Ægir Jarl, sem varð 19 ára í gær, kom við sögu í 14 leikjum í fyrra en náði ekki að skora.

Birnir Snær og Ægir Jarl framlengdu samninga sína við Fjölni á dögunum.

Hjá Tromsö hitta þeir fyrir Fjölnismanninn Aron Sigurðarson sem er á sínu öðru tímabili hjá liðinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira