Íslenski boltinn

Birnir og Ægir æfa með liðinu hans Arons

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birnir Snær og Ægir Jarl fara utan til Noregs á sunnudaginn.
Birnir Snær og Ægir Jarl fara utan til Noregs á sunnudaginn. mynd/fjölnir

Fjölnismennirnir ungu og efnilegu Birnir Snær Ingason og Ægir Jarl Jónasson halda til Tromsö næsta sunnudag þar sem þeir munu æfa með norska úrvalsdeildarliðinu í viku.

Birnir Snær, sem er 21 árs, lék 15 leiki með Fjölni í Pepsi-deildinni í fyrra og skoraði þrjú mörk.

Ægir Jarl, sem varð 19 ára í gær, kom við sögu í 14 leikjum í fyrra en náði ekki að skora.

Birnir Snær og Ægir Jarl framlengdu samninga sína við Fjölni á dögunum.

Hjá Tromsö hitta þeir fyrir Fjölnismanninn Aron Sigurðarson sem er á sínu öðru tímabili hjá liðinu.


Tengdar fréttirFleiri fréttir

Sjá meira