Innlent

Tekur hanaslaginn alla leið

Ásgeir Erlendsson skrifar
Kristján Inga Jónssonar, hænsnabónda í Mosfellsbæ.
Kristján Inga Jónssonar, hænsnabónda í Mosfellsbæ. vísir/vilhelm
Eigandi tveggja hana í Mosfellsbæ segist ætla berjast fyrir tilverurétti þeirra eins lengi og mögulegt er en bæjaryfirvöld hafa ákveðið að hanarnir tveir skuli fjarlægðir af heimili hans eftir kvartanir nágranna. Hann segist ætla að taka hanaslaginn alla leið.

Málið á sér nokkra forsögu því undanfarin ár hefur nágranni Kristján Inga Jónssonar, hænsnabónda í Mosfellsbæ, óskað eftir að hanarnir tveir yrðu fjarlægðir vegna ónæðis. Í Mosfellsbæ er hænsnahald einungis heimilt á lögbýlum utan skipulagðra landbúnaðarsvæða.

„Þeir fara ekki neitt, ég er á lögbýli. Þeir eru ekki að fara neitt.“ Segir Kristján Ingi.

Kristján vill meina að Suður Reykir 3 séu lögbýli og þar megi halda hænur en bæjaryfirvöld eru því ósammála og hafa krafist þess að hanarnir verði fjarlægðir þegar í stað.

„Fólk elskar hundana sína. Fólk elskar kettina sína. Gefur einhver köttur þér morgunmat? “

Hann segir að það kæmi til með að hafa mikil áhrif á sig verði ákvörðun bæjaryfirvalda framfylgt.Úrskurðanefnd umhverfismála hafnaði kröfu Kristjáns á ákvörðun bæjaryfirvalda en Kristján segist þrátt fyrir það ekki ætla að gefast upp og gefur lítið fyrir skýringar nágranna síns um meintan hávaða hananna.

„Ég tek hanaslaginn alla leið.“ Segir Kristján Ingi að lokum.


Tengdar fréttir

Haninn Kristján hefur ekki galað sitt síðasta

Nágrannar, bæjarfélagið og úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál vilja tvo hana brott af Syðri-Reykjum 3. Eigandi fuglanna telur að lögbýlaskrá hafi verið breytt til að losna við hanana. Nágrannar þreyttir á fimm ára hanagali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×