Handbolti

Bjarki Már með þrjú í öruggum sigri Berlínarrefanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Már skoraði þrjú mörk úr sjö skotum.
Bjarki Már skoraði þrjú mörk úr sjö skotum. vísir/getty

Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk þegar Füchse Berlin vann öruggan átta marka sigur, 21-29, á Erlangen á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Bjarki Már og félagar eru í 4. sæti deildarinnar með 35 stig.

Atli Ævar Ingólfsson skoraði fjögur mörk þegar Sävehof vann fimm marka sigur á Ystad, 35-30, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Þetta var þriðji sigur Sävehof í síðustu fjórum leikjum. Liðið er í 6. sæti deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira