Handbolti

Bjarki Már með þrjú í öruggum sigri Berlínarrefanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Már skoraði þrjú mörk úr sjö skotum.
Bjarki Már skoraði þrjú mörk úr sjö skotum. vísir/getty

Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk þegar Füchse Berlin vann öruggan átta marka sigur, 21-29, á Erlangen á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Bjarki Már og félagar eru í 4. sæti deildarinnar með 35 stig.

Atli Ævar Ingólfsson skoraði fjögur mörk þegar Sävehof vann fimm marka sigur á Ystad, 35-30, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Þetta var þriðji sigur Sävehof í síðustu fjórum leikjum. Liðið er í 6. sæti deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira