Íslenski boltinn

Valsmenn kláruðu HK í seinni hálfleik

Orri Sigurður Ómarsson var á skotskónum í kvöld.
Orri Sigurður Ómarsson var á skotskónum í kvöld. vísir/anton

Valur vann 3-1 sigur á HK í Lengjubikarnum í kvöld þrátt fyrir að lenda undir snemma leiks en þrjú mörk á tuttugu mínútna kafla í seinni hálfleik sneru leiknum Valsmönnum í hag.

Ásgeir Marteinsson kom HK yfir á 26. mínútu og leiddu Kópavogsmenn í hálfleik en skiptingar þjálfarteymis Valsmanna gjörbreyttu leiknum í hálfleik.

Kristinn Ingi Halldórsson kom inn af bekknum og jafnaði metin á 57. mínútu en þremur mínútum síðar var Orri Sigurður Ómarsson sem er uppalinn í herbúðum HK búinn að koma Valsmönnum yfir.

Á 77. mínútu bætti Einar Karl Ingvarsson svo við þriðja marki Valsmanna og kom þeim 3-1 yfir en Ingimar Elí Hlynsson sá annað gula spjald sitt fyrir HK og fékk því rautt stuttu fyrir leikslok.

Var þetta þriðja tap HK í 3. riðli A-deildar í Lengjubikarnum og eru HK-ingar því enn án stiga en Valsmenn eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira