Íslenski boltinn

Valsmenn kláruðu HK í seinni hálfleik

Orri Sigurður Ómarsson var á skotskónum í kvöld.
Orri Sigurður Ómarsson var á skotskónum í kvöld. vísir/anton

Valur vann 3-1 sigur á HK í Lengjubikarnum í kvöld þrátt fyrir að lenda undir snemma leiks en þrjú mörk á tuttugu mínútna kafla í seinni hálfleik sneru leiknum Valsmönnum í hag.

Ásgeir Marteinsson kom HK yfir á 26. mínútu og leiddu Kópavogsmenn í hálfleik en skiptingar þjálfarteymis Valsmanna gjörbreyttu leiknum í hálfleik.

Kristinn Ingi Halldórsson kom inn af bekknum og jafnaði metin á 57. mínútu en þremur mínútum síðar var Orri Sigurður Ómarsson sem er uppalinn í herbúðum HK búinn að koma Valsmönnum yfir.

Á 77. mínútu bætti Einar Karl Ingvarsson svo við þriðja marki Valsmanna og kom þeim 3-1 yfir en Ingimar Elí Hlynsson sá annað gula spjald sitt fyrir HK og fékk því rautt stuttu fyrir leikslok.

Var þetta þriðja tap HK í 3. riðli A-deildar í Lengjubikarnum og eru HK-ingar því enn án stiga en Valsmenn eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir.
Fleiri fréttir

Sjá meira