Körfubolti

Stólarnir misstu 2. sætið og mæta Keflavík

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sveinbjörn Claessen og félagar mæta Stjörnunni í 8-liða úrslitum.
Sveinbjörn Claessen og félagar mæta Stjörnunni í 8-liða úrslitum. vísir/anton

Nú er ljóst hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta.

Deildarmeistarar KR mæta Þór Ak.

Stjarnan stal 2. sætinu af Tindastóli og mætir ÍR sem komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2011.

Stólarnir kljást við Keflvíkinga og Grindavík og Þór Þ. eigast við.

Þessi lið mætast í 8-liða úrslitum:
KR (1.) - Þór Ak. (8.)
Stjarnan (2.) - ÍR (7.)
Tindastóll (3.) - Keflavík (6.)
Grindavík (4.) - Þór Þ. (5.)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira