Viðskipti erlent

Ekkert verður af samruna Kraft og Unilever

Andri Ólafsson skrifar
Tilboð Kraft var talið nema um 143 billjónum bandaríkjadollara.
Tilboð Kraft var talið nema um 143 billjónum bandaríkjadollara. vísir/getty

Stjórnendur matvælarisans Kraft Heinz Co. hafa ákveðið að draga til baka yfirtökutilboð sitt í samkeppnisaðila sinn Unilever.

Unilever er einnig matvæla- og neysluvöruframleiðandi. Tilboð Kraft var talið nema um 143 billjónum bandaríkjadollara.

Stjórnendur Unilever sögðu á föstudag að tilboð Kraft yrði hafnað. Tilboðið vakti mikla athygli enda risavaxið og sameinað fyrirtæki yrði eitt stærsta félag heims á sínu sviði. Unilever framleiðir meðal annars Lipton-te og Dove-sápur.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira