Bíó og sjónvarp

John Oliver um Putin: „Hvurslags skrímsli fer í ræktina í 330 þúsund króna íþróttagalla?“

Samúel Karl Ólason skrifar

Þáttastjórnandinn John Oliver tók Vladimir Putin, forseta Rússlands, til skoðunar í þætti sínum Last Week Tonight í gærkvöldi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur orðið fyrir gagnrýni að undanförnu vegna meintra tenglsa starfsmanna hans við stjórnvöld Putins og Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Oliver fór yfir sögu Putin og sagði fjármál hans vera óútskýranleg og fór yfir örlög andstæðinga hans, sem margir hverjir hafa látið lífið.

Atriðið sneri að miklu leyti að sambandi Putin og Trump. Undir lokin fór Oliver yfir hvernig hann hefur lýst Donald Trump í gegnum tíðina.

Þá hafa Oliver og starfsfólk hans samið stutt lag um Putin, sem þeir vonast til að Trump sjálfur muni heyra á næstunni.

Horfa má á innslagið í heild sinni hér að neðan. Last Week Tonight er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöldum, beint á eftir kvöldfréttum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira