Fótbolti

Heiðrar tyrkneskan kokk þegar hann fagnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Félag Viðars Arnar setti þessa skemmtilegu treyju í sölu á dögunum.
Félag Viðars Arnar setti þessa skemmtilegu treyju í sölu á dögunum. Mynd/Facebook-síða Maccabi Tel Aviv
Viðar Örn Kjartansson hefur gert það gott í Ísrael eftir að hann gekk til liðs við Maccabi Tel Aviv í ágúst.

Hann skoraði öll þrjú mörkin í sigri liðsins á Kiryat Shemona um helgina og er kominn með átján mörk alls, þar af fjórtán í deildinni.

Hann segir í viðtali við Fótbolti.net að tímabilið sé hans besta til þessa en Viðar hefur verið duglegur að skora hvar sem hann hefur spilað í gegnum tíðina.

Viðar hefur vakið athygli fyrir fagnaðarlætin sín en þar líkir hann eftir kokki sem er að leggja lokahönd á meistaraverkið sitt með því að sáldra salti yfir matinn.

„Tyrkneski kokkurinn sem saltar á sérkennilegan hátt er sagan á bak við þetta. Það er mikill meistari,“ sagði Viðar Örn meðal annars í viðtali við Fótbolti.net.

Hér fyrir neðan má sjá umræddan kokk að störfum.



 
Ottoman steak

A post shared by nusr_et (@nusr_et) on Jan 7, 2017 at 2:44am PST




Tengdar fréttir

Viðar með þrennu í sigri Maccabi

Viðar Örn Kjartansson skoraði öll þrjú mörk Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 3-0 sigur á Shmona í ísraelsku úrvalsdeildinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×