Viðskipti erlent

Uber rannsakar kynferðislega áreitni innan fyrirtækisins eftir ásakanir fyrrverandi starfsmanns

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Travis Kalanick, framkvæmdastjóri leigubílaþjónustunnar Uber, hefur fyrirskipað rannsókn á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins.
Travis Kalanick, framkvæmdastjóri leigubílaþjónustunnar Uber, hefur fyrirskipað rannsókn á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins. Vísir/Getty

Travis Kalanick, framkvæmdastjóri leigubílaþjónustunnar Uber, hefur fyrirskipað rannsókn á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins eftir ásakanir fyrrverandi starfsmanns Uber um kynjamisrétti og aðgerðarleysi þegar kemur að kynferðislegri áreitni.

Susan Fowler, sem starfaði sem verkfræðingur hjá Uber frá nóvember árið 2015 til desember árið 2016 skrifaði bloggfærslu í gær þar sem hún segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af yfirmanni sínum nær allan tímann sinn hjá Uber.

Fowler segir að yfirmaður hennar hafi áreitt hana kynferðislega eftir að hún hafi starfað hjá fyrirtækinu í aðeins nokkrar vikur. Hún kvartaði undan manninum en var sagt að þeim þætti ekki viðeigandi að gera neitt nema að gefa manninum formlega viðvörun. Fowler var sagt að hún gæti fundið sér nýtt teymi til að vinna við innan fyrirtækisins, eða hún gæti haldið áfram að vinna með manninum sem áreitti hana.

Fowler skipti um teymi og hitti þar konu sem hafði sömu sögu að segja af manninum. Þær kvörtuðu i´sameiningu en var sagt að engar eldri kvartanir væru skráðar hjá fyrirtækinu.

Fowler segir einnig að hún hafi verið hindruð í því að ná áfram í starfi. Til að mynda hafi henni verið meinað að skipta um teymi þrátt fyrir nær fullkomin afköst. Seinna var henni tilkynnt að hún gæti ekki átt von á stöðuhækkun innan fyrirtækisins.

Fowler segist hafa kvartað í hvert skipti sem hún sá merki um kynjamismunun hjá fyrirtækinu. Til að mynda, þegar leðurjakkar voru pantaðir fyrir starfsmenn, var eingöngu lögð inn pöntun fyrir karlmenn sem störfuðu þar. Þegar Fowler spurði hvers vegna kvenstarfsmenn gætu ekki fengið jakka var henni tjáð að það væru ekki nægilega markar konur í vinnu hjá fyrirtækinu til að réttlæta pöntun af jökkum í kvensniði. Þá var henni einnig tjáð að hún væri á „mjög hálum ís“ vegna kvartana sinna.

Í yfirlýsingu í gær sagði Travis Kalanick, framkvæmdastjóri Uber, að framkoman sem Fowler segist hafa mætt væri andstyggileg og færi gegn öllu sem Uber standi fyrir og trúi á. Hann sagðist ekki hafa vitað af kvörtunum Fowler og að hann hefði fyrirskipað mannauðsstjóra fyrirtækisins að rannsaka ásakanir hennar.

„Við viljum gera Uber að réttlátum vinnustað og það er engin þolinmæði fyrir slíkri hegðun hjá Uber. Allir sem haga sér svona eða finnst svona hegðun vera réttlætanleg verða reknir,“ sagði Kalanick.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
2,72
2
50.132
GRND
2,6
18
572.518
ORIGO
2,46
4
220.664
HAGA
2,45
19
460.648
SIMINN
1,18
11
407.330

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-0,57
7
82.981
SKEL
-0,42
8
93.288
EIK
-0,38
11
291.320
EIM
0
4
24.252