Formúla 1

Sauber afhjúpar nýjan bíl

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Sauber C36-Ferrari í afmælislitum.
Sauber C36-Ferrari í afmælislitum. Vísir/Sauber

Sauber liðið í Formúlu 1 hefur birt fyrstu myndirnar af nýjum bíl sínum, C36, fyrir komandi tímabil. Litirnir í bílnum eru í tilefni af 25 ára afmæli Sauber liðsins sem Formúlu 1 liðs.

Fyrst ber að nefna að uggi á loftinntakið kemur aftur til sögunnar. Loftinntakið sjálft fyrir ofan höfuð ökumanns er skipt í tvennt.

Vélin í bílnum verður 2016 vél frá Ferrari.

Sauber C36-Ferrari. Vísir/Sauber

Monisha Kaltenborn, liðsstjóri Sauber segir að spennandi tímar séu framundan og að liðið ætli sér að snú aftur til harðari baráttu um stig í ár.

„Með samstarfinu við Longbow Finance sjáum við fram á bjarta framtíð og við ætlum okkur að verða samkeppnishæf og snúa aftur til fornrar frægðar í Formúlu 1,“ sagði Kaltenborn.

Nýr tæknistjóri Sauber, Jorg Zander segir að liðið hafi lagt mikla áherslu á stöðuleika í loftflæðihönnun frekar en að hámarka niðurtog.

Sauber C36-Ferrari. Óneitanlega myndarlegur bíll. Vísir/Sauber

Af því að liðið hefur vitað í talsverðan tíma að það myndi nota 2016 vélina frá Ferrari var hægt að byrja snemma að hanna bílinn.

„Við gátum byrjað snemma að hanna bílinn í kringum vélina, því við þekktum hana vel, kæliþörf hennar og skiptinguna sem dæmi,“ sagði Zander.


Tengdar fréttir

Williams bíllinn afhjúpaður

Autosport birti í dag fyrstu myndirnar af FW40 bíl Williams liðsins í Formúlu 1. Myndirnar eru góð vísbending um það sem koma skal hjá öðrum liðum sem munu afhjúpa sína bíla á næstu dögum.

Pascal Wehrlein missir af fyrstu æfingunum

Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1 mun missa af fyrstu æfingunum fyrir tímabilið sem hefjast 27. febrúar. Hann varð fyrir bakmeiðslum í keppni meistaranna í janúar. Hann velti bíl sínum þar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira