Viðskipti erlent

Snap hefur sölu á Spectacles

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Spectacles frá Snap.
Spectacles frá Snap. Mynd/Snap

Bandaríska fyrirtækið Snap, framleiðandi samfélagsmiðilsins Snapchat, hóf í gær sölu á vöru sinni Spectacles á netinu. Spectacles eru gleraugu sem tengjast snjallsíma með Bluetooth og taka myndbönd sem síðan er hlaðið upp á Snapchat-aðgang notandans.

Hingað til höfðu gleraugun eingöngu verið fáanleg í sjálfsölum sem sprottið höfðu upp á handahófskenndum stöðum í Bandaríkjunum. Við slíka sjálfsala mynduðust langar raðir þeirra sem spenntir voru fyrir gleraugunum. Nú eru þau fáanleg í vefverslun Snap, þó eingöngu í Bandaríkjunum.

„Viðbrögðin hafa verið jákvæð og það gleður okkur að geta gert Spectacles aðgengilegri, sérstaklega þar sem fjölmargir Bandaríkjamenn hafa ekki komist í sjálfsala,“ segir talsmaður Snap við The Wall Street Journal. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
2,72
2
50.132
GRND
2,6
18
572.518
ORIGO
2,46
4
220.664
HAGA
2,45
19
460.648
SIMINN
1,18
11
407.330

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-0,57
7
82.981
SKEL
-0,42
8
93.288
EIK
-0,38
11
291.320
EIM
0
4
24.252