Viðskipti erlent

Uber fær fyrrverandi dómsmálaráðherra til að rannsaka kynferðislega áreitni innan fyrirtækisins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Eric Holder var dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í sex ár.
Eric Holder var dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í sex ár. Vísir/Getty
Leigubílafyrirtækið Uber hefur fengið Eric Holder, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, til þess að rannsaka kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins eftir ásakanir fyrrverandi starfsmanns Uber um kynjamisrétti og aðgerðarleysi þegar kemur að kynferðislegri áreitni. Guardian greinir frá.

Holder, sem gegndi embætti dómsmálaráðherra frá 2009 til 2015, mun ráðast í sjálfstæða rannsókn á þeirri vinnustaðamenningu sem Susan Fowler, verkfræðingur sem starfaði hjá Uber í um eitt ár, lýsti í bloggfærslu á dögunum.

Hún segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af yfirmanni sínum nær allan tímann sinn hjá Uber og var tjáð að hún væri á „mjög hálum ís“ eftir að hún lagði fram kvartanir til yfirmanna sinna.

Holder hefur áður ráðist í áþekka rannsókn en á síðasta ári fékk gistiþjónustan Airbnb Holder til þess að rannsaka ásakanir þess efnis að notendur síðunnar neituðu að leigja heimili sín til svartra einstaklinga.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×