Golf

Rory: Trump er ansi góður í golfi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rory og Trump á golfvellinum. Bandaríkjaforseti að sjálfsögðu með Make America Great Again húfuna sína.
Rory og Trump á golfvellinum. Bandaríkjaforseti að sjálfsögðu með Make America Great Again húfuna sína. mynd/twitter

Einn besti kylfingur heims, Rory McIlroy, spilaði golf með sjálfum Bandaríkjaforseta, Donald Trump, um síðustu helgi.

Þeir tveir voru í hollu með þeim Paul O'Neill og Garry Singer. Singer rekur umboðsmannaskrifstofu en O'Neill er fyrrverandi atvinnumaður í handbolta.

„Skorið hjá Trump var í kringum 80. Hann er ansi góður af manni sem er orðinn sjötugur,“ sagði McIlroy.

Rory er að jafna sig eftir meiðsli. Hann ætlaði ekki að spila golf á næstunni en varð að gera undantekningu er símtalið kom frá Hvíta húsinu kvöldinu áður en Trump vildi spila við hann.
Fleiri fréttir

Sjá meira