Golf

Rory: Trump er ansi góður í golfi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rory og Trump á golfvellinum. Bandaríkjaforseti að sjálfsögðu með Make America Great Again húfuna sína.
Rory og Trump á golfvellinum. Bandaríkjaforseti að sjálfsögðu með Make America Great Again húfuna sína. mynd/twitter

Einn besti kylfingur heims, Rory McIlroy, spilaði golf með sjálfum Bandaríkjaforseta, Donald Trump, um síðustu helgi.

Þeir tveir voru í hollu með þeim Paul O'Neill og Garry Singer. Singer rekur umboðsmannaskrifstofu en O'Neill er fyrrverandi atvinnumaður í handbolta.

„Skorið hjá Trump var í kringum 80. Hann er ansi góður af manni sem er orðinn sjötugur,“ sagði McIlroy.

Rory er að jafna sig eftir meiðsli. Hann ætlaði ekki að spila golf á næstunni en varð að gera undantekningu er símtalið kom frá Hvíta húsinu kvöldinu áður en Trump vildi spila við hann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira