Sport

Ronda gestaleikari í Blindspot

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronda ásamt stærstu kvikmyndastjörnum allra tíma, þeim Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger.
Ronda ásamt stærstu kvikmyndastjörnum allra tíma, þeim Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger. vísir/getty

UFC-stjarnan Ronda Rousey verður mætt á Stöð 2 í maí þar sem hún verður í gestahlutverki í þættinum vinsæla, Blindspot.

Þar mun Ronda leika konu sem heitir Devon Penberthy og er fangi. Sterk íþróttakona sem kann að berjast og meðhöndla skotvopn eins og fagkona.

Ronda er að verða nokkuð sjóuð í kvikmyndabransanum eftir að hafa leikið í The Expendables, Furious 7 og Entourage. Hún hefur líka verið stjórnandi Saturday Night Live.

Fastlega er búist við því að hún muni ekki berjast aftur í UFC eftir neyðarlegt tap gegn Amöndu Nunes um áramótin.

Blindspot er á dagskrá Stöðar 2 á þriðjudagskvöldum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira