Sport

Kastaði sér út úr bíl og hljóp á strætisvagna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Etim í UFC-bardaga.
Etim í UFC-bardaga. vísir/getty
Fyrrum UFC-kappinn Terry Etim liggur lífshættulega slasaður á spítala í Liverpool eftir að hafa kastað sér fyrir ökutæki.

Hinn 31 árs gamli Etim var í bíl með vinum sínum er hann ákvað allt í einu að stökkva út úr bílnum og byrjaði svo að hlaupa á móti umferð.

Hann var ekki bara að hlaupa á móti umferðinni heldur kastaði sér á bílana sem komu á móti honum. Hann hljóp á að minnsta kosti þrjá strætisvagna og eyðilagðist rúðan á einum þeirra.

„Þetta er það hræðilegast sem ég hef séð. Vinir hans voru að hlaupa á eftir honum og náðu honum niður en hann losnaði aftur frá þeim og hélt áfram að kasta sér á bíla,“ sagði hárgreiðslukona sem varð vitni að atvikinu.

„Hann var ekki að reyna að meiða neinn nema sjálfan sig. Hann var blóðugur frá toppi til táar.“

Etim barðist í UFC frá 2007 til 2013 og var með 6-5 árangur þar. Hann náði svo einum bardaga hjá Bellator áður en hnémeiðsli bundu enda á feril hans.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×