Körfubolti

Golden State skoraði 50 stig í þriðja leikhluta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Curry og Durant voru þokkalegir í nótt.
Curry og Durant voru þokkalegir í nótt. vísir/getty

Golden State Warriors átti ótrúlegan þriðja leikhluta gegn Clippers í nótt og LeBron James var með þrefalda tvennu fyrir Cleveland gegn Knicks.

Warriors vann tíu stiga sigur á Clippers en það getur liðið fyrst og fremst þakkað ótrúlegum þriðja leikhluta liðsins þar sem það skoraði heil 50 stig.

Stephen Cutty skoraði 35 stig í leiknum og Kevin Durant 15. Klay Thompson einnig öflugur með 18 stig.

LeBron James var ótrúlegur í nótt er hann skoraði 18 stig, tók 13 fráköst og gaf 15 stoðsendingar í sannfærandi sigri á Knicks.

Úrslit:

Orlando-Portland  103-112
Detroit-Charlotte  114-108
New Orleans-Houston  99-129
Cleveland-NY Knicks  119-104
Golden State-LA Clippers  123-113
Sacramento-Denver  116-100

Staðan í NBA-deildinni.

NBA


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mest lesið