Formúla 1

Ferrari frumsýnir nýjan fák

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Ferrari SF70H.
Ferrari SF70H. Vísir/ferrari.com

Ferrari liðið í Formúlu 1 kynnti í dag nýjan keppnisbíl sinn á Fiorano braut liðsins á Ítalíu. Bíllinn ber nafnið SF70H.

Bíllinn er rauður að vanda með hvítann ugga aftan á loftinntakinu fyrir ofan höfuð ökumanna. Eins er einskonar T - vængur aftast á ugganum.

SF70H Vísir/ferrari.com

Mesta athygli blaðamanns vöktu loftinntökin við hlið ökumanns, þau eru breiðari en á öðrum bílum en ná ekki eins langt niður eftir bílnum.

Frumsýningin var afar stutt myndband sem Ferrari birti á heimasíðu sinni og Facebook. Bílnum verður svo ekið um Fiorano brautina í dag undir yfirskyni upptökudags. En liðin í Formúlu 1 mega ekki aka bílum sínum utan opinberra æfinga nema tvo daga á tímabilinu og þá ekki meira en 100 kílómetra í senn undir því yfirskyni að verið sé að taka upp kynningarefni með nýja bílnum.


Tengdar fréttir

Force India frumsýnir nýjan bíl

Force India liðið í Formúlu 1 kynnti í dag keppnisbíl sinn fyrir komandi tímabil. Bíllinn ber heitið VJM10 og gerir liðið miklar væntingar til hans.

Renault kynnir nýjan bíl

Formúlu 1 lið Renault kynnti í dag nýjan bíl sinn, RS17. Bíllinn er hálfur gulur og hálfur svartur. Bíllinn liðsins í fyrra var svartur á æfingum en gulur þegar að keppnum kom.
Fleiri fréttir

Sjá meira