Innlent

Ræddu áfengisfrumvarpið í sex tíma

Heimir Már Pétursson skrifar
Ekki tókst að ljúka fyrstu umræðu um frumvarpið.
Ekki tókst að ljúka fyrstu umræðu um frumvarpið. Vísir/GVA
Ekki tókst að ljúka fyrstu umræðu um frumvarp Teits Björns Einarssonar og átta annarra þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Pírata sem hófst á Alþingi í gær. Umræðurnar stóðu frá klukkan tuttugu mínútur yfir tvö til að verða átta í gærkvöldi. Tíu þingmenn fluttu sínar fyrstu ræður en samanlagt voru fluttar hundrað þrjátíu og sjö ræður og andsvör við þeim.

Greinilegt er að andstæðingar frumvarpsins ætla að taka allan þann tíma sem þeir geta til að ræða frumvarpið, sem eins og áður er mjög umdeilt bæði innan þings og utan.

Fyrri tilraunir til að koma svipuðum frumvörpum í gegn um Alþingi hafa mistekist og hafa þau dagað uppi í nefndum. Þrjár umræður þurfa að eiga sér stað milli nefndarstarfa um lagafrumvörp. Takmörk eru á ræðum í fyrstu umræðu en þær geta hins vegar orðið mun lengri í annarri umræðu eftir að mál hefur farið til fyrstu afgreiðslu í nefndum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×