Innlent

Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Suðurlandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Einkum er fylgst með aðstæðum á Kirkjubæjarklaustri þar sem óvenju mikið hefur snjóað í hlíðina ofan þorpsins.
Einkum er fylgst með aðstæðum á Kirkjubæjarklaustri þar sem óvenju mikið hefur snjóað í hlíðina ofan þorpsins. Vísir/Pjetur

Lýst hefur verið yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Suðurlandi. Talsverður lausasnjór er nú víða á svæðinu eftir snjókomu undanfarna tvo sólarhringa. Spáð er snjókomu og rigningu í dag sem valdið getur blautum snjóflóðum þar mestur snjór hefur safnast en ekki er talin hætta í byggð að svo stöddu.

Veðurstofan og lögreglan fylgjast með þróun mála í dag og meta hvort tilefni verður til þess að grípa til aðgerða. Einkum er fylgst með aðstæðum á Kirkjubæjarklaustri þar sem óvenju mikið hefur snjóað í hlíðina ofan þorpsins.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira