Innlent

Fylgstu með óveðrinu á gagnvirkum kortum

Birgir Olgeirsson skrifar
Í dag verður vonskuveður á landinu.
Í dag verður vonskuveður á landinu.

Í dag verður vonskuveður á landinu. Vaxandi suðaustanátt með snjókomu um landið SV-vert, stormur eða rok (20-28 m/s) víða síðdegis. Hlýnar smám saman og fer þá úrkoman yfir í rigningu. Veðrið ætti að ná hámarki fljótlega eftir hádegi SV-lands en seinnipartinn í öðrum landshlutum. Milli k. 16 og 17 í dag fer að lægja og draga úr vætu, fyrst á Reykjanesi og fljótlega eftir miðnætti ganga skilin síðan norðaustur af landinu.

Í nótt og á morgun verður kominn vestlæg átt, víða 8-15 m/s með éljum um landið S- og V-vert, en hvassari verður á stöku stað seint í nótt og í fyrramálið. Annað kvöld og aðfaranótt sunnudags gæti snjóað nokkuð samfellt úr smáskilum á S- og V-landi, en styttir upp að mestu um morguninn og munu þá skilin ganga norður yfir landið með snjókomu nokkuð víða.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá á gagnvirkum kortum hvernig veðrið hegðar sér í dag.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira