Innlent

Rúta með rúmlega 50 farþega fór út af við Vík

Birgir Olgeirsson skrifar
Engin slys á fólki en rútan við það að fara á hliðina.
Engin slys á fólki en rútan við það að fara á hliðina. Vísir

Rúta fór út af veginum um 15 kílómetrum vestan við Vík í Mýrdal í morgun. Björgunarsveitarmenn eru á staðnum en 51 farþegi er í rútunni auk bílstjóra. Engin slys urðu á fólki en rútan var sögð við það að fara á hliðina.
Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitar Víkverja, segir rok og rigningu á svæðinu og nokkrir bílstjórar hafi lent í vandræðum en engin slys á fólki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira