Innlent

Rúta með rúmlega 50 farþega fór út af við Vík

Birgir Olgeirsson skrifar
Engin slys á fólki en rútan við það að fara á hliðina.
Engin slys á fólki en rútan við það að fara á hliðina. Vísir

Rúta fór út af veginum um 15 kílómetrum vestan við Vík í Mýrdal í morgun. Björgunarsveitarmenn eru á staðnum en 51 farþegi er í rútunni auk bílstjóra. Engin slys urðu á fólki en rútan var sögð við það að fara á hliðina.
Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitar Víkverja, segir rok og rigningu á svæðinu og nokkrir bílstjórar hafi lent í vandræðum en engin slys á fólki.
Fleiri fréttir

Sjá meira