Innlent

Fólk hvatt til að sækja börn í lok skóladags

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Foreldrar og forráðamenn eru beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs.
Foreldrar og forráðamenn eru beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs. Vísir/Eyþór

Foreldrar og forráðamenn eru beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Þá er fólk hvatt til að fara ekki af stað sökum veðurs sé það ekki vel búið og ætti frekar að bíða af sér veðrið. Börnin séu óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Um er að ræða börn yngri en 12 ára.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira