Innlent

Tvær rútur fóru útaf á Kjalarnesi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Blindbylur er á Kjalarnesi þessa stundina. Myndin er úr safni.
Blindbylur er á Kjalarnesi þessa stundina. Myndin er úr safni. vísir/auðunn

Tvær rútur höfnuðu utan vegar á Kjalarnesi á tíunda tímanum í morgun. Björgunaraðilar vinna nú að því að því að koma farþegunum til aðstoðar en þeir verða fluttir í fjöldahjálparmiðstöð sem Rauði krossinn hefur opnað á Kjalarnesi.

Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki en afar slæmt veður er á svæðinu og hefur veginum verið lokað af þeim sökum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu eru rúturnar fastar en vinna er í fullum gangi. Líklega þarf fólkið að bíða veðrið af sér í fjöldahjálparmiðstöðinni.


Tengdar fréttir

Veðurvakt Vísis

Spáð er vonsku veðri á landinu í dag og mun Vísir fylgjast með gangi mála.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira