Innlent

Lokað fyrir umferð í Kópavogi vegna veðurs

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Lokað verður fyrir umferð þar til veðrið fer að ganga niður.
Lokað verður fyrir umferð þar til veðrið fer að ganga niður. vísir/gva

Lokað verður fyrir umferð í Bæjarlind í Kópavogi frá klukkan 11 í dag. Ástæðan er byggingarkrani sem talið er að hætta stafi af, en opnað verður fyrir umferð að nýju þegar veður tekur að lægja.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að lokað verði fyrir umferð í Bæjarlind bæði frá Reykjanesbraut og Lindarvegi.
Fleiri fréttir

Sjá meira