Innlent

Öllum dags- og rútuferðum aflýst

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Öllum dagsferðum utan höfuðborgarsvæðinsins hjá Reykjavík Excursions hefur verið aflýst vegna veðurs. Auk þess liggja allar ferðir flugrútunnar til Keflavíkur niðri á meðan veðrið gengur yfir.

„Það er búið að aflýsa öllum dagsferðum. Allar skipulagðar dagsferðir út á land með leiðsögumönnum var aflýst í gær,“ segir Einar Bárðarson, rekstrarstjóri Reykjavík Excursions, í samtali við Vísi.

„Eina ferðin sem hefur ekki verið aflýst er ferð sem er innanbæjar. Síðan erum við hætt að keyra í Bláa lónið í dag vegna gríðarlegs hliðarvinds á Grindavíkurveginum. Það verður fylgst með framvindu veðurs þar.“

Einar segir að margir farþegar sem eigi flug seinnipartinn hafi farið til Keflavíkur með flugrútunni í morgun.

„Við reyndum að halda því í morgun og erum að sjá núna að flugfélögin eru byrjuð að aflýsa þannig að við erum að reyna að vinna með það. Ef vélar eru að fara í loftið þá reynum við að koma fólki á staðinn en reynum að setja hvorki starfsfólk eða farþegum í óþarfa hættu,“ segir Einar í samtali við Vísi.

Samkvæmt upplýsingum frá Iceland Excursions hefur öllum dagsferðum einnig verið aflýst þar. Ferðir í Bláa lónið verða heldur ekki fleiri það sem eftir lifir dags. 

Ekki var búið að taka ákvörðun um ferðir til Keflavíkur, þegar fréttastofa náði sambandi við Iceland Excursions, en Reykjanesbraut hefur nú verið lokað. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×