Innlent

Tvö hundruð manns í fjöldahjálparstöðinni í Klébergsskóla

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá fjöldahjálparstöðinni í Klébergsskóla
Frá fjöldahjálparstöðinni í Klébergsskóla vísir/

Um tvö hundruð manns eru nú staddir í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Klébergsskóla vegna óveðursins sem gengið hefur yfir. Þá hefur aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins verið virkjuð til þess að stýra aðgerðum.

Fyrsta fólkið sem kom í fjöldahjálparstöðina kom úr tveimur rútum sem höfðu lent í vanda á Kjalarnesi á tíunda tímanum í morgun. Síðan þá hefur fjölgað mikið í hjálparstöðinni og er þó nokkuð um ferðamenn á bílaleigubílum.

Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að nú sé brýnasta verkefnið að útvega mat fyrir allan þennan fjölda og koma honum í hjálparstöðina. Hratt sé gengið á birgðir af orkustöngum og öðru.
Fleiri fréttir

Sjá meira