Innlent

Veðrið nær hámarki á Akureyri um kvöldmatarleytið

Birgir Olgeirsson skrifar
Að sögn íbúa á Akureyri fer vindstrengur úr suðaustri yfir Pollinn og er orðið nokkuð hvasst í miðbænum.
Að sögn íbúa á Akureyri fer vindstrengur úr suðaustri yfir Pollinn og er orðið nokkuð hvasst í miðbænum. Vísir/Sveinn

Nú hefur heldur bætt í vind á Akureyri en ekki er búist við að veðrið nái hámarki þar fyrr en um á sjöunda tímanum í kvöld. Búast má við að það lægi þar á milli níu og ellefu í kvöld.

Að sögn íbúa á Akureyri fer vindstrengur úr suðaustri yfir Pollinn og er orðið nokkuð hvasst í miðbænum. Sjórinn kemur gömlu Höfnersbryggjuna og fer upp á Drottningarbraut.

Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að á Torfum í Eyjafirði sé um 18 metrar á sekúndu og ná vindhviður um 25 metrum á sekúndu. Um sex leytið í kvöld má búast við stormi í Eyjafirði sem nær hámarki um kvöldmatarleyti, allt að 18 til 25 metrar á sekúndu.

Helga segir að það sé að bæta í vind alls staðar á landinu, sem nær hámarki á Suðvesturhorni á þriðja tímanum í dag en á Norðausturhorninu er það ekki fyrr en undir kvöld.


Tengdar fréttir

Veðurvakt Vísis

Spáð er vonsku veðri á landinu í dag og mun Vísir fylgjast með gangi mála.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira