Innlent

Sjúkrabíll í útkalli fauk út af

Birgir Olgeirsson skrifar
Tók nokkra klukkutíma að koma bílnum aftur upp á veg en ekki var stætt á svæðinu sökum hálku og roks.
Tók nokkra klukkutíma að koma bílnum aftur upp á veg en ekki var stætt á svæðinu sökum hálku og roks. Vísir

Sjúkrabíll fauk út af á Bláfjallaafleggjaranum fyrr í dag. Rúta hafði fokið út af veginum skammt frá en engin slys urðu á fólki. Ákveðið var hins vegar að senda tvo sjúkrabíla á vettvang til að sinna farþegunum en annar þeirra fauk út af veginum sem liggur um brekku á Bláfjallaafleggjaranum.

Rekur slökkviliðið það til hálku og mikils roks en engin slys urðu á þeim sem voru í sjúkrabílnum.

Talsverðan tíma tók að ná bílnum aftur upp á veg, eða um þrjá til fjóra klukkutíma. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var ekki stætt um tíma á staðnum vegna brjálaðs veðurs.

Engin óþægindi hlutust af þessu önnur en að þarna var mannskapur bundinn við þetta verkefni í nokkra klukkutíma við að ná bílnum aftur upp á veginn.


Tengdar fréttir

Veðurvakt Vísis

Spáð er vonsku veðri á landinu í dag og mun Vísir fylgjast með gangi mála.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira