Innlent

Þrjár rútur í miklum vandræðum í Öræfum: Ein þeirra valt við Freysnes

Birgir Olgeirsson skrifar
Fyrstu fréttir benda til þess að um minniháttar meiðsl sé að ræða en afar erfitt færi á svæðinu enda aftakaveður.
Fyrstu fréttir benda til þess að um minniháttar meiðsl sé að ræða en afar erfitt færi á svæðinu enda aftakaveður. Loftmyndir ehf.

Uppfært klukkan 18.10 - Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi fór fimmtán manna rúta á hliðina. Fimm slösuðust við veltuna en talið er að meiðsli þeirra séu minniháttar.
Verið er að hlúa að meiðslum þeirra á Hótel Skaftafelli í Freysnesi auk þess sem að aðrir farþegar bíða nú átekta þar.

Samvæmt upplýsingum frá lögreglu snerust tvær aðrar rútur á veginum á svipuðum stað og rútan fór á hliðina. Voru farþegar þeirra einnig fluttar á Hótel Skaftafell.

Þrjár rútur lentu í miklum vandræðum við Freysnes í Öræfum á fjórða tímanum í dag. Ein þeirra valt en samkvæmt fyrstu upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi er um minniháttar meiðsl að ræða.

Björgunarsveitin Kári í Öræfum er komin á vettvang og er nú unnið að því að flytja farþegana úr rútunum á Hótel Skaftafell í Freysnesi. Sjúkrabílar eru á leið á vettvang en færið er mjög erfitt enda aftakaveður á svæðinu samkvæmt lögreglu.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira