Körfubolti

Jakob setti niður fjóra þrista í öruggum sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jakob stóð fyrir sínu.
Jakob stóð fyrir sínu. mynd/borås

Jakob Örn Sigurðarson og félagar í sænska körfuboltaliðinu Borås Basket unnu öruggan sigur á Umea í kvöld, 69-93.

Jakob, sem er fyrirliði Borås, átti fínan leik í kvöld.

Jakob skoraði 14 stig og gaf fimm stoðsendingar. Hann hitti úr fjórum af sjö þriggja stiga skotum sínum.

Borås er í 4. sæti sænsku deildarinnar með 28 stig eftir 26 leiki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira