Körfubolti

Haukur Helgi með flottar tölur í fjórða sigri Rouen í síðustu fimm leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur Helgi og félagar fjarlægjast fallsvæðið í frönsku B-deildinni.
Haukur Helgi og félagar fjarlægjast fallsvæðið í frönsku B-deildinni. vísir/anton

Haukur Helgi Pálsson átti skínandi góðan leik þegar Rouen vann góðan sigur á Denain, 57-75, í frönsku B-deildinni í körfubolta í kvöld.

Þetta var fjórði sigur Rouen í síðustu fimm leikjum en liðið er komið upp í 15. sæti deildarinnar.

Haukur Helgi lék í 37 mínútur og skilaði 11 stigum, átta fráköstum og sex stoðsendingum.

Það gekk ekki jafn vel hjá félaga Hauks Helga í íslenska landsliðinu, Martin Hermannssyni og liði hans Charleville-Mezieres.

Martin og félagar lutu í lægra haldi fyrir Lille, 71-74, og hafa nú tapað fjórum leikjum í röð.

Martin hitti afar illa í leiknum (3/13) en skoraði samt 13 stig og var næststigahæstur í liði Charleville-Mezieres. Martin gaf einnig sex stoðsendingar.

Charleville-Mezieres er í 3. sæti deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira