Golf

Fowler blandar sér í toppbaráttuna á Honda Classic

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Fowler vekur gjarnan athygli á golfvellinum fyrir litríkan klæðnað.
Fowler vekur gjarnan athygli á golfvellinum fyrir litríkan klæðnað. Vísir/Getty

Rickie Fowler er einu höggi á eftir Ryan Palmer og Wesley Bryan eftir tvo hringi á Honda Classic Championship-mótinu sem fer fram í Palm Beach Gardens í Flórída um helgina.

Palmer lék á fimm höggum undir pari í gær og komst upp að hlið Bryan sem lék manna best fyrsta hringinn en þeir eru á níu höggum undir pari þegar mótið er hálfnað.

Fowler er einu höggi á eftir Palmer og Bryan en hann hefur leikið báða hringina á 66 höggum, fjórum höggum undir pari. Fékk hann sex fugla og tvo skolla á hringnum í gær.

Bein útsending verður frá þriðja degi Honda Classic mótsins á Golfstöðinni í dag en útsending hefst klukkan 18.00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira