Innlent

Von á að færð teppist í kvöld

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA

Hætt er við því að færð muni teppast víða um land fljótlega eftir þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur í kvöld. Von er á mikilli snjókomu sunnan- og suðvestanlands seint í kvöld og í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Þar segir einnig að hægur vindur verði á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Hvassara verði þó fyrir austan fjall og í Borgarfirði og fylgi því skafrenningur. Með ströndinni á Austfirði mun setja niður talsverðan krapa eða bleytusnjó. Norðaustan- og austanlands mun hvessa og fjúka í skafla.

Færð og aðstæður á vegum
Það er hálka bæði á Hellisheiði í Þrengslum en hálka eða snjóþekja er víðast hvar á Suðurlandi. Eins er hálka, hálkublettir og snjóþekja á vegum á Vesturlandi.

Enn er sums staðar skafrenningur á Vestfjörðum, þar er víðast hvar snjóþekja eða hálka.

Á vestanverðu Norðurlandi eru aðalleiðir víða auðar eða aðeins í hálkublettum en meiri hálka er á útvegum. Í Þingeyjarsýslum er hálka aðallega til landsins en eitthvað um hálkubletti eða autt með ströndinni

Á Austurlandi er hálka á Héraði en mikið er autt niðri á Fjörðum, og með suðausturströndinni er hvergi meira en hálkublettir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira