Körfubolti

Körfuboltakvöld: Framlengingin | "Þetta er gjörsamlega galin ákvörðun hjá Ívari“

Það er alltaf hart tekist á þegar komið er í framlenginguna í Körfuboltakvöldi. Á því var engin undantekning á föstudagskvöldið á Stöð 2 Sport.

Þáttarstjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson stýrði umræðunni að vanda en honum til aðstoðar voru þeir Jón Halldór Eðvaldsson og Fannar Ólafsson að þessu sinni.

Byrjuðu þeir á að ræða möguleika Stólanna á deildarmeistaratitlinum áður en farið var í að ræða hvaða lið myndi sitja eftir í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni.

Næst var farið í möguleika Garðbæinga í úrslitakeppninni án Justin Shouse en mikið hik hefur verið á liðinu undanfarnar vikur áður og þaðan í líklegustu meistaraefnin í kvennadeildinni.

Að lokum var farið í mál sem vakti mikla athygli í gær þegar í ljós kom að Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, verður ekki með liðinu í lífsnauðsynlegum leik gegn Snæfelli á heimavelli en hann verður á skíðum erlendis.

„Ég skil ekki svona bull, ég get varla fundið orðin til að lýsa þessu. Ég fór á eitt skólaball þegar ég var í Menntaskólanum við Sund þegar ég var í Keflavík. Bara eitt! Það var bannað að fara í eitthvað svona, mér er skítsama hvað allir segja þá er þetta fáránlegt. Hann hefur reyndar litlu náð út úr þessu liði og kannski verður þetta fínt,“ sagði Fannar og Jón tók undir orð hans.

Sjá einnig: Óvíst hvort Ívar stýrir Haukum gegn Snæfelli vegna skíðaferðar

„Þetta er gjörsamlega galið. Við getum sett þetta í samhengi og hugsað um hvað ef besti leikmaður liðsins myndi bara skella sér í vikufrí? Ég held reyndar að Haukar vinni þennan leik en mér finnst þetta bara svo galið.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira