Innlent

Víða ófært á höfuðborgarsvæðinu

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
MYND/@Icelandic_Explorer

Víða er ófært á höfuðborgarsvæðinu eftir mikla snjókomu í nótt, á það ekki síst við um húsagötur. Í raun er þungfært í umdæminu öllu.

Ljóst er að tafir verða á umferð og aðeins þeir sem eru á mjög vel útbúnum bílum kunna að komast leiðar sinnar. Þeir sem eru á fólksbílum ættu að halda sig heima og ekki freista þess að leggja af stað.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og Vegaferð er snjómokstur þegar hafinn á höfuðborgarsvæðinu en ljóst er að hann mun taka töluverðan tíma.

Aðgerðarstjórn lögreglunnar í Skógarhlíð hefur verið virkjuð sem og björgunarsveitir.

Lögreglan ítrekar að fólk ætti að halda sig heima.
Fleiri fréttir

Sjá meira