Innlent

Víða ófært á höfuðborgarsvæðinu

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
MYND/@Icelandic_Explorer

Víða er ófært á höfuðborgarsvæðinu eftir mikla snjókomu í nótt, á það ekki síst við um húsagötur. Í raun er þungfært í umdæminu öllu.

Ljóst er að tafir verða á umferð og aðeins þeir sem eru á mjög vel útbúnum bílum kunna að komast leiðar sinnar. Þeir sem eru á fólksbílum ættu að halda sig heima og ekki freista þess að leggja af stað.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og Vegaferð er snjómokstur þegar hafinn á höfuðborgarsvæðinu en ljóst er að hann mun taka töluverðan tíma.

Aðgerðarstjórn lögreglunnar í Skógarhlíð hefur verið virkjuð sem og björgunarsveitir.

Lögreglan ítrekar að fólk ætti að halda sig heima.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira