Innlent

Björgunarsveitir koma veðurtepptum til bjargar - Lokað um Hellisheiði og Þrengsli

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Björgunarsveitir eru nú að störfum á höfuðborgarsvæðinu og fyrir austan fjall.
Björgunarsveitir eru nú að störfum á höfuðborgarsvæðinu og fyrir austan fjall. MYND/@ICELANDIC_EXPLORER

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að störfum síðan um fjögur í nótt vegna mikillar ófærðar á höfuðborgarsvæðinu.

Björgunarfólk hefur sinnt vegfarendum sem sitja fastir í bílum sínum hér og þar á höfuðborgarsvæðinu, tryggt heilbrigðisfólki far til vinnu auk þess að sinna tugum manna sem veðurtepptir eru í miðbænum eftir gleði næturinnar.

Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa einnig verið kallaðar út til lokunar á Hellisheiði og Þrengslum svo og björgunarsveitir á Vesturlandi og af Kjalarnesi til að loka þjóðvegi eitt á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli.

Slysavarnafélagið Landsbjörg beinir þeim tilmælum til vegfarenda á SV horni landsins að hinkra með ferðir sínar sé þess kostur þar til Vegagerðin hefur rutt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira