Innlent

Allar leiðir til og frá Reykjavík lokaðar

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Mikið fannfergi er á höfuðborgarsvæðinu.
Mikið fannfergi er á höfuðborgarsvæðinu. MYND/@ICELANDIC_EXPLORER

Allar leiðir til og frá Reykjavík eru lokaðar nema Reykjanesbraut, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þannig er búið að loka Hellisheiði og Þrengslum.

Stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu eru ekki færar fólksbílum enda er skyggni nánast ekkert um þessar mundir og mokstur liggur að miklu leyti niðri.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir því til fólks að halda sig heima. Aðeins þeir sem eru á vel útbúnum bílum geta komist milli staða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira