Innlent

Allar leiðir til og frá Reykjavík lokaðar

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Mikið fannfergi er á höfuðborgarsvæðinu.
Mikið fannfergi er á höfuðborgarsvæðinu. MYND/@ICELANDIC_EXPLORER

Allar leiðir til og frá Reykjavík eru lokaðar nema Reykjanesbraut, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þannig er búið að loka Hellisheiði og Þrengslum.

Stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu eru ekki færar fólksbílum enda er skyggni nánast ekkert um þessar mundir og mokstur liggur að miklu leyti niðri.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir því til fólks að halda sig heima. Aðeins þeir sem eru á vel útbúnum bílum geta komist milli staða.




Fleiri fréttir

Sjá meira