Innlent

Verið heima - Björgunarsveitir hafa annað að gera en losa bílinn þinn

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Björgunarsveitir hjálpa ekki þeim sem ofmeta getur ökutækja sinna.
Björgunarsveitir hjálpa ekki þeim sem ofmeta getur ökutækja sinna. MYND/@ICELANDIC_EXPLORER

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og Slysavarnafélaginu Landsbjörg hafa komið upp nokkur tilfelli þar sem ökumenn stórlega ofmeta getu ökutækja sinna og hafa óskað aðstoðar eftir að hafa fest sig.

Hvorki lögregla né björgunarsveitir geta aðstoðað í slíkum tilvikum þar sem að ekki er nægur mannskapur til að sinna slíkum verkefnum.

Snjómokstur tefst í þeim götum þar sem bílar eru fastur. Lögregla ítrekar að fólk haldi sig heima þar ti snjómokstur er kominn vel af stað.
Fleiri fréttir

Sjá meira