Innlent

Spá áframhaldandi vetrarríki

Samúel Karl Ólason skrifar
"Í nótt gengu öflug skil inn á sunnanvert landið. Hvessti þá hressilega úr austri og snjóað mikið í landshlutanum; má með sanni segja að höfuðborgin sé á kafi í snjó.“
"Í nótt gengu öflug skil inn á sunnanvert landið. Hvessti þá hressilega úr austri og snjóað mikið í landshlutanum; má með sanni segja að höfuðborgin sé á kafi í snjó.“ Vísir/SAMMI

Veðurstofa Íslands spáir áframhaldandi vetrarríki á næstu dögum. Líkur eru á að vindur muni snúast í norðanátt og með því mun kólna. Ofankoma og vindar verða þó heldur í minna lagi. Í dag spáir Veðurstofan talsverði snjókomu eða slyddu sunnantil framan af morgni, en svo mun lægja og rofa til.

„Í nótt gengu öflug skil inn á sunnanvert landið. Hvessti þá hressilega úr austri og snjóað mikið í landshlutanum; má með sanni segja að höfuðborgin sé á kafi í snjó,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Áfram verður hvasst og ofankoma allra nyrst og á Vestfjörðum fram á nótt. Hiti verður kringum frostmark.

Veðurhorfur á landinu næstu daga.

Á þriðjudag:
Norðan 8-15 og dálítil él austast á landinu, en annars fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt og léttskýjað að mestu. Kólnandi veður.

Á miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag:
Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en heldur hvassara allra austast og stöku él. Talsvert frost.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira