Innlent

Nýtt met í snjódýpt

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm

Snjódýpt á höfuðborgarsvæðinu mældist 51 sentímetri í morgun samkvæmt Veðurstofu Íslands. Það er met því aldrei hefur snjór mælst jafn mikill í febrúar. Fyrra metið var 48 sentímetrar og var það frá árinu 1952. Fram kom í fréttum í gær að spáð var um 30 sentímetrum.

Mesta snjódýpt sem hefur mælst í Reykjavík er 55 sentímetrar en það var í janúar árið 1937.

Mikill erill var hjá lögreglu og björgunarsveitum í nótt og í morgun og hefur fólk verið beðið um að halda sig heima þar til búið er að ryðja götur. Nema farið sé á vel útbúnum bílum. Fastir bílar geta tafið snjómokstur.

Þá hefur Strætó aflýst öllum ferðum fyrir hádegi.

Ekkert útlit er fyrir leysingar á næstu dögum og Veðurstofan spáir áframhaldandi vetrarríki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira