Innlent

Litlar tafir á millilandaflugi vegna snjókomunnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Svo virðist sem að snjóað hafi minna á Suðurnesjum en á höfuðborgarsvæðinu.
Svo virðist sem að snjóað hafi minna á Suðurnesjum en á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón

Litlar tafir hafa orðið á flugi á Keflavíkurflugvelli í morgun vegna snjókomunnar í nótt. Það mun þó taka tíma að moka allt flugvallarsvæðið.

„Þetta hefur gengið mjög vel miðað við aðstæður,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi. Hann segir öll tiltæki snjómoksturstæki vera notuð til að moka af svæðinu og að það muni taka tíma.

„Brautirnar hafa haldist góðar, en einhver seinkun var á flugi í morgun vegna snjókomunnar.“

Þá segir Guðni að Isavia ekki vita til þess að mikið hafi verið um að fólk hafi ekki komist í flug vegna ófærðar, en Reykjanesbrautin hefur verið opin í morgun og svo virðist sem að snjóað hafi minna á Suðurnesjum en á höfuðborgarsvæðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira