Innlent

Enn er víða ófært

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Nokkrir vegir hafa verið opnaðir á Suðurlandi en þó er enn víða þungfært eða ófært.
Nokkrir vegir hafa verið opnaðir á Suðurlandi en þó er enn víða þungfært eða ófært. Vísir/Vilhelm

Enn er víða þungfært eða ófært á Suðurlandi. Búið er að opna Þrengslin en Hellisheiði er enn lokuð, sem og um Óseyrarveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 

Þá er ófært á Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, um Krýsuvíkurveg og Suðurstrandarveg. Þá eru ekki allar stofnbrautir á Höfuðborgarsvæðinu fólksbílafærar. 

Þungfært er í Hvalfirði og Álftafirði. Þá er Þæfingsferð í Staðarsveit og eins á Fróðárheiði og Útnesvegi. Aðrar aðalleiðir á Vesturlandi eru tiltölulega færar. 

Þá er hálka og snjóþekja á flestum vegum á Vestfjörðum. Verið er að opna Kleifaheiði, þæfingsferð er á Mikladal og þungfært á Hálfdáni. 

Góð færð er á Norðurlandi en sums staðar er þó hvasst og skafrenningur. 

Flestar aðalleiðir á Austurlandi eru færar en þó víða hálka a fjallvegum og til landsins. Þæfingsfærð er á Fjarðarheiði. ngin fyrirstaða er með ströndinni suður um þótt víða sé krapi, snjóþekja eða nokkur hálka vestur að Hvolsvelli þar sem komið er í þæfing.
Fleiri fréttir

Sjá meira