Innlent

Enn er víða ófært

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Nokkrir vegir hafa verið opnaðir á Suðurlandi en þó er enn víða þungfært eða ófært.
Nokkrir vegir hafa verið opnaðir á Suðurlandi en þó er enn víða þungfært eða ófært. Vísir/Vilhelm

Enn er víða þungfært eða ófært á Suðurlandi. Búið er að opna Þrengslin en Hellisheiði er enn lokuð, sem og um Óseyrarveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 

Þá er ófært á Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, um Krýsuvíkurveg og Suðurstrandarveg. Þá eru ekki allar stofnbrautir á Höfuðborgarsvæðinu fólksbílafærar. 

Þungfært er í Hvalfirði og Álftafirði. Þá er Þæfingsferð í Staðarsveit og eins á Fróðárheiði og Útnesvegi. Aðrar aðalleiðir á Vesturlandi eru tiltölulega færar. 

Þá er hálka og snjóþekja á flestum vegum á Vestfjörðum. Verið er að opna Kleifaheiði, þæfingsferð er á Mikladal og þungfært á Hálfdáni. 

Góð færð er á Norðurlandi en sums staðar er þó hvasst og skafrenningur. 

Flestar aðalleiðir á Austurlandi eru færar en þó víða hálka a fjallvegum og til landsins. Þæfingsfærð er á Fjarðarheiði. ngin fyrirstaða er með ströndinni suður um þótt víða sé krapi, snjóþekja eða nokkur hálka vestur að Hvolsvelli þar sem komið er í þæfing.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira