Innlent

Ökumenn hugi að gangandi fólki

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan minnir á að notkun vélsleða innan bæjarmarka er bönnuð. Það eigi sérstaklega við á útivistarsvæðum þar sem börn eru að leik.
Lögreglan minnir á að notkun vélsleða innan bæjarmarka er bönnuð. Það eigi sérstaklega við á útivistarsvæðum þar sem börn eru að leik. Vísir/ANton

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna að sýna aðgát í umferðinni. Nú séu margir gangandi á götum vegna færðarinnar. Búast má við að það muni vara í einhvern tíma.

Þá vill lögreglan minna á að notkun vélsleða innan bæjarmarka er bönnuð. Það eigi sérstaklega við á útivistarsvæðum þar sem börn eru að leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira