Innlent

Snjókoman í nótt í myndum

Samúel Karl Ólason skrifar
Gunnar Freyr gekk um miðbæinn í um tvær klukkustundir á milli þrjú og fimm.
Gunnar Freyr gekk um miðbæinn í um tvær klukkustundir á milli þrjú og fimm. Gunnar Freyr

Ljósmyndarinn Gunnar Freyr vaknaði í nótt við það að tré brotnaði í garðinum hjá honum vegna þungans frá snjónum. Hann ákvað því að fara út og taka myndir af snjókomunni og gekk um miðbæinn í um tvær klukkustundir á milli þrjú og fimm.

Snjókoman hefur aldrei áður verið jafn mikil í Reykjavík í febrúarmánuði og mældist hún 51 sentímetri.

Á gönguferð sinni tók Gunnar Freyr, sem birtir einnig margar myndir á Instagram undir nafninu Iceland Explorer, tók hann þær frábæru myndir sem má sjá hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira