Formúla 1

Haas F1 liðið kynnir sinn annan bíl

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
VF-17 bíll Haas liðsins.
VF-17 bíll Haas liðsins. Vísir/SkySportsF1.com

Haas F1 liðið í Formúlu 1 kynnti í dag nýjan bíl sinn. Bíllinn er önnur kynslóðin af Haas bíl sem tekur þátt í Formúlu 1. Haas liðið kom nýtt inn í Formúlu 1 á síðasta tímabili.

Bíllinn sem ber heitið VF-17, er með ugga semm og aðrir bílar. Engan T-væng er að finna sem er ögn óvænt og kannski merki þess að samstarf Ferrari og Haas liðsins sé að minnka. Ferrari bíllinn skartar T-væng og fyrir síðasta tímabil aðstoðaði Ferrari Haas liðið talsvert við hönnun bílsins.

VF-17. Vísir/Skysportsf1.com

Litasamsetning bílsins hefur breyst aðeins og meira er af steingráum í yfirbyggingu bílsins en áður. Athygli vekur einnig að enginn höfuð styrktaraðili er á bílnum. Haas liðið hlýtur að þurfa að fara að finna stóra styrktaraðila.

Ökumenn Haas liðsins verða Romain Grosjean sem einnig ók fyrir liðið í fyrra en við hlið hans mun aka hinn danski Kevin Magnussen. Magnussen var á mála hjá Renault liðinu á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir

Red Bull kynnir nýjan bíl

Red Bull liðið í Formúlu 1 kynnti í dag nýjan bíl sinn fyrir komandi tímabil. Bíllinn ber nafni RB13.

Ferrari frumsýnir nýjan fák

Ferrari liðið í Formúlu 1 kynnti í dag nýjan keppnisbíl sinn á Fiorano braut liðsins á Ítalíu. Bíllinn ber nafnið SF70H

McLaren frumsýnir appelsínugulan MCL32

McLaren liðið í Formúlu 1 frumsýndi í dag nýjan keppnisbíl fyrir komandi tímabil. Bíllinn ber heitið MCL32 og er appelsínugulur að mestu leyti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira