Viðskipti erlent

Svona lítur hinn nýi Nokia 3310 út

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Skjárinn er stærri á þeim nýja heldur en á hinum gamla.
Skjárinn er stærri á þeim nýja heldur en á hinum gamla. Vísir/Getty

Hulunni hefur verið svipt af hinum glænýja Nokia 3310 síma, sem verður arftaki hins gamla Nokia 3310 sem naut gríðarlegra vinsælda í upphafi 21. aldar. HMD Global, finnskt tæknifyrirtæki, mun framleiða símann með leyfi frá Nokia.

Ljóst er að ekki er um að ræða snjallsíma, þar sem ekki verður hægt að nálgast jafn mörg forrit og á hefðbundnum Android síma. Nýr litaskjár mun hins vegar ekki eyða miklu rafmagni og er búist við að rafhlöðuending símans muni verða allt að 22 klukkustundir í stanslausu tali. 

Síminn mun innihalda 2 megapixla myndavél. Þá verður að sjálfsögðu hægt að spila Snake í símanum, sem er léttari en forveri sinn en á að sögn framleiðanda að vera alveg jafn sterkbyggður. 

Búist er við að síminn muni kosta 49 evrur, sem gera rúmlega 5600 krónur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira