Sport

Birgir Örn vann fyrsta atvinnumannabardagann á tæknilegu rothöggi

Birgir var allur hinn ánægðasti eftir bardagann.
Birgir var allur hinn ánægðasti eftir bardagann. Vísir/getty
Birgir Örn Tómasson keppti í sínum fyrsta atvinnumannabardaga í MMA í gærkvöldi á sama kvöldi og Bjarki þreytti frumraun sína er hann bar sigur úr býtum gegn enska bardagakappanum Anthony O’Connor.  

Bardaginn fór allur fram standandi en eftir aðeins tvær mínútur af fyrstu lotu náðu Birgir að lenda þungum hægri krók og féll O'Connor í gólfið. Fylgdi Birgir því svo eftir með nokkrum höggum í gólfinu þar til dómarinn stoppaði bardagann.

Fór það því svo að Birgir sigraði bardagann með tæknilegu rothöggi en þetta var annar atvinnumannabardagi O'connor í léttvigt sem er -70 kg. þyngdarflokkurinn.

 Hinn 35 árs gamli Birgir hefur æft bardagaíþróttir í 8 ár en hann byrjaði að æfa með Mjölni árið 2013. Var þetta sjöundi bardaginn sem Birgir vinnur með rothöggi.

Birgir lætur höggin dynja á andstæðingnum.Mjölnir / Sóllilja Baltasars
Eftir að sigurinn var í höfn.Mjölnir / Sóllilja Baltasars
Andstæðingurinn í bakgrunni.Mjölnir / Sóllilja Baltasars
MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×